Frábært að sjá trúlausa styðja við hvern annan
12.1.2009 | 22:29
Þessar auglýsingaherferðir eru frábær þróun, því hingað til hefur fólk útum allan heim verið smeykt við það að tjá vinum og kunningjum trúleysi sitt. Það hefur haft mjög neikvæðar tengingar, sem eiga alls ekki heima í því frálsa samfélagi sem við búum nú við.
Auglýsingarnar munu vonandi breyta þeim algengu viðhorfum að einu trúleysingjarnir séu ,,reiðir unglingar". Fleiri munu tala opinskátt um það að trúarbrögð skipti þau ekki máli. Kannski - vonandi - hættir fólk að segja að fólk án trúar hafi enga siðferðisvitund.
Guðleysingjar auglýsa á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vestu að ég er algjörlega sammála þér, en ég er samt reiður, ég er reiður vegna þess að kirkjan hagar sér með þeim hætti í okkar þjóðfélagi, með yfirgang og að mér finnst ruddaskap gagnvart okkur sem erum trúlausir. Ég svara bara fullum hálsi þessu fólki innan kirkjunnar sem Fréttablaðið kallaði hyski í leiðara sínum.
Ég bíð og vonast eftir slíkum auglýsingum á íslenskum strætisvögnum, það er ekki vanþörf á því. Það væri t.d. hægt að auglýsa það að á sama tíma og á að taka pening úr heilbrigðiskerfinu eru borgaðar 6000 já sex þúsund miljónir á hverju ári til kirkjunnar. Það mætti einnig auglýsa það að í hverjum mánuði fá prestar landsins 144 að tölu um 87 miljónir til skiptanna sem eru laun á bilinu 550-870 þúsund á mánuði, og biskupinn með yfir miljón. Svo mætti bæta við að þeir fá síðan sér greitt fyrir allar athafnir eins og skýrn, giftingar og fermingar vegna þess að það er hægt að vera kristilegur verktaki, þannig komast prestar í enn meiri pening. Já græðgin er víða. Að hugsa sér þessir menn eru svo með þessi laun fyrir það að segja okkur hinum að það hafi verið til maður sem var eingetinn og að konan hafi verið búin til úr rifbeini. Já þörfin fyrir svona barnalegar sögur er borguð dýru verði og rétt væri að auglýsa það. Svo mætti koma ein stór auglýsing sem á stæði ,,Guð er ekki til"
Valsól (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:22
Til fróðleiks :
Hér er upphafið af þessari bylgju :
http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/jun/20/transport.religion
Hugsunin var sem sagt huggun, ekki trúboð.
Morten Lange, 13.1.2009 kl. 13:51
Þakka ykkur báðum fyrir athugasemdirnar. Ég afsaka að hafa ekki séð þær fyrr en nú; ég virðist ekki hafa fengið tilkynningu og ég stofnaði þetta blogg auk þess eingöngu vegna breyttra reglna mbl.is um að ekki sé hægt að blogga við fréttir undir dulnefni.
Valsól:
Ég er alveg sammála. Ég var mjög feginn þegar fréttablaðið þorði að kalla þetta fólk hyski, og mér finnst alltaf leiðinlegt þegar flestum finnst ekkert skrítið að trúlausir séu kallaðir siðlausir eða eitthvað verra.
Á Vantrú höfum við verið að reyna að vekja athygli á því hversu mikið af okkar skattfé fer í Þjóðkirkjuna, og hve gífurlega há laun presta eru, en ég veit ekki hversu margir kíkja í rauninni inn á vefsvæðið sem heyra af hópnum.
Hér eru nokkrar greinar tengdar þessu á vefnum:
Borgið þeim sjálf
Skuldum við kirkjunni pening?
Að skuldsetja komandi kynslóðir
Tækifærin í kreppunni
Annáll 2008
Ég þekki marga sem myndu vilja sjá svona sambærilegar auglýsingar á strætisvögnum á Íslandi. Ég væri allavega vel til í það, og til að leggja eitthvað í púkk.
Morten Lange:
Já, ég las einmitt um þetta líka, og það er gott að fólk viti af því. Það eru nokkur viðtöl við hana Arianne Sherine á Youtube þar sem hún nefnir þetta.
En svo held ég af fólk hafi áttað sig á því að það er þörf á því að hughreysta trúleysingja til að tala um það, því margir forðast eflaust að nefna það, vegna fordóma um siðleysi og þess háttar tengda afstöðunni.
Valdimar Björn Ásgeirsson, 28.2.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.